Leikur 2: Rútuferð norður

Leikur tvö í rimmu Þórsliðanna fer fram á Akureyri á morgun, miðvikudag kl. 19:15.

20 manna rúta fer norður, í boði Trésmiðju Heimis, þeir sem hafa skráð sig í hana mæta við íþróttahúsið kl. 12:30 þar sem haldið verður norður. Í henni er meirihlutinn félagar Græna Drekans sem munu eflaust láta heyra vel í sér á pöllunum.

Samkvæmt tilkynningu frá Þór Þorlákshöfn, er best fyrir þá sem ætla á leikinn að skrá sig á bláa svæðið þegar keyptur er miði. Þeir sem vilja síðan horfa á leikinn að heiman þá munu Akureyringar sýna frá leiknum á Þór TV

Styðjum við bakið á strákunum okkar.

Áfram Þór Þorlákshöfn