Digiqole ad

Ægir og Víðir skildu jöfn á Þorlákshafnarvelli

 Ægir og Víðir skildu jöfn á Þorlákshafnarvelli

Mynd: Guðmundur Karl / Sunnlenska.is

Ægir tók á móti Víði í 3. deild karla í fótbolta á Þorlákshafnarvelli í gær. Leikurinn endaði 2-2.

Isaac Owusu Afriyie kom Ægismönnum yfir strax á 4. mínútu leiksins. Víðir jafnaði metin á þeirri 17. og bættu svo við öðru marki á 51. mínútu.

Cristofer Moises Rolin jafnaði svo metin fyrir Ægismenn á 73. mínútu og tryggði þar með Ægismönnum eitt stig út úr leiknum.

Eftir leikinn eru Ægismenn í 2. sæti deildarinnar en næsti leikur er útileikur gegn Sindra á Höfn þann 12. júní.