Þórsarar jöfnuðu

Þórsarar jöfnuðu einvígi sitt á móti Stjörnunni í kvöld þegar liðin mættust öðru sinni í Garðabæ.

Leikurinn var sveiflukenndur og liðin skiptust á að vera með forystuna. Staðan í hálfleik var 48-45, Stjörnumönum í vil eftir glæsilega flautukörfu Callum Reese Lawson.

Að loknum þriðja leikhluta var staðan orðin 62-59, Þórsurum í vil. Þórsarar komu sterkir inni í fjórða leikhluta og voru á tímabili komnir tólf stigum yfir 74-62. Stjörnumenn minnkuðu muninn og við tóku æsispennandi lokamínútur, þá aðallega á vítalínunni. Lokatölur urðu 94-90 fyrir Þórsurum og staðan í einvíginu 1-1.

Liðin mætast í þriðja sinn í Þorlákshöfn á sunnudagskvöld.

Leikurinn í tölum:
Styrmir Snær Þrastarson 20/11 fráköst, Callum Reese Lawson 17/7 fráköst, Adomas Drungilas 16/11 fráköst, Larry Thomas 13/6, Emil Karel Einarsson 11, Davíð Arnar Ágústsson 10/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 5, Halldór Garðar Hermannsson 2/7 stoðsendingar