Digiqole ad

Tap í fyrsta leik einvígisins

 Tap í fyrsta leik einvígisins

Þór Þorlákshöfn og Stjarnan mættust í fyrsta leik undanúrslita Dominos deildar karla í körfubolta í gærkvöld. Strax frá byrjun var ljóst að leikurinn yrði bæði hraður og spennandi. Liðin skiptust á að vera með forystuna og staðan í hálfleik var 48-47 heimamönnum í vil.

Í síðari hálfleik héldu liðin áfram uppteknum hætti og staðan að loknum þriðja leikhluta var 69-67, fyrir Þórsurum. Jafnt var á öllum tölum fram í fjórða leikhluta, þegar Stjörnumenn tóku yfirhöndina og sigruðu að lokum 90-99.

Larry Thomas var atkvæðamestur Þórsara með 25 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Næstur á eftir honum kom Ragnar Örn Bragason með, 13 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar. Adomas Drunglis, 11 stig, 10 fráköst og 1 stoðsendingu. Callum Reese Lawson, 10 stig, 7 fráköst og 1 stoðsendingu. Davíð Arnar Ágústsson, 10 stig, 2 fráköst og 1 stoðsendingu. Styrmir Snær Þrastarson, 10 stig og 3 fráköst og Halldór Garðar Hermannsson, 8 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar.

Næsti leikur verður á fimmtudag í Garðabæ og hefst hann klukkan 20:15. Þrjá sigra þarf til að komast í úrslitaeinvígið.