Davíð, Ragnar og Styrmir í A-landsliði Íslands

Þórsarar eiga þrjá leikmenn í A-landsliði Íslands í körfubolta sem mun leika tvo æfingaleiki við Eistland á miðvikudag og fimmtudag.

Davíð Arnar Ágústsson og Ragnar Örn Bragason eru báðir nýliðar í hópnum en Craig Petersen þjálfari liðsins valdi þrjá nýliða í hópinn fyrir ferðina til Eistlands. Styrmir Snær Þrastarsson er þriðji leikmaður Þórs í hópnum og þá er Baldur Þór Ragnarsson aðstoðarþjálfari landsliðsins.

Framundan eru síðan mikilvægir leikir 12.-17. ágúst í lokaumferð forkeppni að HM 2023. Þar leikur liðið í sóttvarnar „bubblu“ í Svartfjallalandi alla fjóra leiki sína gegn Svartfjallalandi og Danmörku í þriggja liða riðli. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sjálfa undankeppnina sem hefst í nóvember.

Íslenski hópurinn fyrir leikina í Eistlandi

Bjarni Guðmann Jónsson, Háskóli USA · Nýliði
Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · Nýliði
Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 50 landsleikir
Gunnar Ólafsson, Stjarnan · 24 landsleikir
Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 4 landsleikir
Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 16 landsleikir
Kristinn Pálsson, Grindavík · 17 landsleikir
Ólafur Ólafsson, Grindavík · 40 landsleikir
Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn · Nýliði
Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn · 2 landsleikir
Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 14 landsleikir
Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan · 10 landsleikir
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 9 landsleikir
Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 64 landsleikir