Heilsuefling eldri borgara

Sveitarfélagið Ölfus hefur ákveðið að bjóða eldri borgurum sveitarfélagsins upp á líkamsþjálfun þar sem markmiðið er að  virkja og hvetja eldra fólk til að byggja upp og bæta heilsu sína með styrktar- og þolþjálfun, heilsusamlegri næringu og andlegri vellíðan. 

Verkefnið byrjar þann 13. september næstkomandi og stendur til 10. desember. Það er fyrir alla íbúa sveitarfélagsins 60 ára og eldri og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Æfingar verða sem hér segir:
Mánudaga kl. 10:00 í 9 – unni,  félagsaðstöðu eldri borgara í Ölfusi
Miðvikudaga kl. 9:15 í íþróttahúsinu
Föstudaga kl. 10:00 í íþróttahúsinu

Allar frekari upplýsingar veitir Ragnar M. Sigurðsson í gegnum netfangið: ragnar@olfus.is og í síma 480-3891