Luciano Massarelli til liðs við Þórsara

Þórsarar halda áfram að styrkja sig fyrir átökin í úrvalsdeild karla í körfubolta sem hefst í næsta mánuði.

Luciano Massarelli hefur skrifað undir samning við Þórsara en hann er 28 ára Argentískur leikstjórnandi sem lék á síðustu leiktíð með Palencia í næst efstu deild á Spáni. Þar áður lék hann í heimalandinu.

Þórsarar hefja leik í bikarkeppninni á þriðjudaginn og mæta ÍR-ingum í 16-liða úrslitum. Leikurinn fer fram Seljaskóla í Breiðholti klukkan 18:30.

https://www.youtube.com/watch?v=xKJAMXcpiig