Stórsveit Íslands í ráðhúsinu um helgina

Sunnudaginn 12. september klukkan 15:00 mun Stórsveit Íslands undir stjórn Þorlákshafnarbúans Daða Þórs Einarssonar halda tónleika í Versölum (Ráðhús Ölfuss).

Á efnisskránni eru lög eftir Sigfús Halldórsson og Oddgeir Kristjánsson en söngvarar eru Vigga Ásgeirsdóttir, Ari Jónsson og Davíð Ólafsson.

Að sjálfsögðu er frítt inn en munum eftir að mæta með grímuna og góða skapið.

Tónleikarnir eru hluti af afmælisdagskrá Sveitarfélagsins Ölfuss og einnig styrktir af Uppbyggingasjóði SASS.