Emilía Hugrún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna

Emilía Hugrún Lárusdóttir ásamt hljómsveit sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd FSu fyrr í kvöld eftir frábæran flutning hennar á laginu I’d Rather Go Blind.

Gaman er að segja frá því að annar Þorlákshafnarbúi var í siguratriðinu en Þröstur Ægir Þorsteinsson spilaði á trommur í hljómsveitinni.

Þetta er fyrsti sigur FSu í keppninni síðan skólinn sigraði í fyrstu söngkeppni framhaldsskólanna árið 1990.

Algjörlega mögnuð söngkona hún Emilía Hugrún og óska Hafnarfréttir henni innilega til hamingju með sigurinn!

Myndir: RÚV