Björgunarsveitin biður fólk um að halda sig heima

„Nú biðjum við fólk um að hætta að fara út á götur Þorlákshafnar þar sem ófærðin er algjör og okkar hópar eru orðnir svangir eftir sleitulausa vinnu síðasta sólarhringinn,“ segir í tilkynningu sem Björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn var að senda frá sér. Óveðrið í Þorlákshöfn hefur verið með ólíkindum í dag og er hægt að […]Lesa meira

„Búbót fyrir fjölskyldur með ungbörn“

Sveitarfélagið Ölfus hefur nú tekið ákvörðun um að bæta þjónustu við foreldra með því að taka upp svokallaðar heimagreiðslur. Um er að ræða ákvörðun um að láta fjármagn fylgja barni fremur en hvaða þjónustu foreldrar velja. Þannig geti foreldrar sem velja að nýta ekki þjónustu dagforeldra fengið greidda þá upphæð sem annars færu til að […]Lesa meira

Fimm í einangrun í Ölfusi vegna COVID-19

Fimm einstaklingar í Sveitarfélaginu Ölfusi eru núna í einangrun þar sem þeir eru annaðhvort með staðfest COVID-19 smit eða bíða niðurstöðu sýnatöku. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Aðgerðarstjórn almannavarna Lögreglustjórans á Suðurlandi í dag. Fjórir þessara einstaklinga eru búsettir í Þorlákshöfn og sá fimmti er í dreifbýli Ölfuss. Þá eru 26 einstaklingar í Ölfusi […]Lesa meira

Hlutverk Þorlákshafnar sem fiskihafnar vex samhliða hlutverki hennar í vöruflutningi

Ekki fer á milli mála að lífið við höfnina hefur fengið nýtt súrefni með auknum siglingum Smyril Line á markaði erlendis. Í hverri viku siglir Akranesið á Danmörku og Mykinesið á Rotterdam og ljóst að markaðurinn hefur verið fljótur að grípa þau tækifæri sem þessu fylgir. Flestir þekkja þau áhrif sem tilkoma þessara flutningsleiða hafa […]Lesa meira

Umfangsmiklar mótvægisaðgerðir gegn efnahagslegum áhrifum COVID-19

COVID-19 faraldurinn hefur leikið heimsbyggðina grátt. Ógnin er allt um lykjandi og lífshættuleg. Áhrif faraldursins mun vara í langan tíma og ljóst að víða er mótvægisaðgerða þörf hvað varðar viðnám við kólnun hagkerfisins. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að staðan í Ölfusi sé rétt eins og annarstaðar.  Allra leiða verði leitað til að milda höggið fyrir […]Lesa meira

Friðrik Ingi lætur af störfum sem þjálfari Þórs

Vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir í samfélaginu hafa körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn og Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari meistaraflokksliðs Þórs, ákveðið að slíta samstarfinu. „Allt er gert í góðu samkomulagi beggja aðila,“ segir í tilkynningu Þórsara. Friðrik Ingi tók við liði Þórs fyrir tímabilið sem nú er lokið vegna COVID-19 faraldursins og endaði liðið í […]Lesa meira

Telja mikilvægt að heil­brigð börn haldi áfram að sækja sinn

Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendu skólastjórnendum, kennurum og foreldrum bréf í gær þar sem þau vilja árétta mikilvægi þess að nemendur í leik- og grunnskólum haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi. „Að mati sóttvarnarlæknis eru líkur á smiti frá ungum börnum töluvert ólíklegra en frá fullorðnum enda sýna […]Lesa meira

Samþykkt að reisa fjölbýlishús að Reykjabraut 2

Á síðasta fundi Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss var samþykkt að breyta lóðinni að Reykjabraut 2 úr verslunar- og þjónustusvæði og í íbúðasvæði. Eftir breytinguna verður heimilað fjölbýli á lóðinni fyrir allt að 18 íbúðir. Eigendur lóðarinnar höfðu á síðasta ári óskað eftir að reisa á lóðinni tvö tveggja hæða fjölbýli með 8 íbúðum í hvoru […]Lesa meira

Elliði bæjarstjóri skúrar leikskólann

Ótímabundið verkfall Eflingarfólks hefur haft mikil áhrif á viðbragðsgetu Sveitarfélagsins Ölfuss.  Starfsmaður sá er sér um ræstingar er í Eflingu og því hefur leikskólastarf orðið fyrir mikilli röskun.  Þær fregnir bárust í dag manna á milli að bæjarstjórinn, Elliði Vignisson, hafi sjálfur gengið til þeirra verka að þrífa leikskólann til að geta veitt börnum í […]Lesa meira