Greinar höfundar

Öruggur sigur Ægis og fyrsta sæti riðilsins gulltryggt

Ægismenn unnu öruggan 3-0 sigur á liði KÁ á Þorlákshafnarvelli þegar liðin mættust í D-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu. Einn leikur er eftir af deildarkeppninni gegn Elliða í næstu viku en Ægismenn hafa nú þegar tryggt sér fyrsta sætið í D-riðlinum og munu

Þrengslin lokuð á morgun

Þrengslavegur verður lokaður á morgun, föstudaginn 16. ágúst, á milli klukkan 9 og 18 vegna malbikunar. Vegfarendum er bent á að aka Hellisheiðina sem opnar á morgun en fólk er beðið að fara þar með gát þar sem unnið verður við vegrið á svæðinu

Minningarmótið um Gunnar Jón fer fram á sunnudaginn

Á sunnudaginn fer fram árlega golfmótið um Gunnar Jón Guðmundsson sem lést af slysförum 1. apríl 2001, aðeins 16 ára að aldri. Nú þegar hefur talsverður fjöldi skráð sig til leiks og má reikna með að fyllist í mótið fljótlega. Eins og undanfarin ár

Forsætisráðherra heimsótti fyrirtæki í Ölfusi

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, var í Ölfusinu í dag þar sem hún heimsótti nokkur fyrirtæki í sveitarfélaginu og fundaði með fulltrúum bæjarstjórnar Ölfuss um málefni sveitarfélagsins og tækifærin sem felast í matvælaframleiðslu og umhverfismálum. Forsætisráðherra heimsótti frumkvöðlafyrirtækið Algeainnovation sem er að hefja umhverfisvæna ræktun

Hellisheiði lokuð: Umferð er beint um Þrengslaveg

Vegurinn um Hellisheiði verður lokaður í dag, 13. ágúst, vegna vinnu við malbikun milli Hveragerðis og Hellisheiðarvirkjunar. Umferð í báðar áttir er beint um Þrengslaveg en vinnan á Hellisheiði mun standa frá kl. 9 og til miðnættis. Share

Ölfus fagnar fjölbreytileikanum

Sveitarfélagið Ölfus fagnar að sjálfsögðu fjölbreytileikanum á meðan Hamingjan við hafið stendur yfir í Ölfusi en Hinsegin dagar hófust einmitt í gær og standa yfir í rúma viku. Elliði Vignisson, bæjarstjóri og Ása Berglind Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri Hamingjunnar flögguðu í morgun regnbogafánanum í tilefni dagsins.

Skemmtiferðaskip á leið til Þorlákshafnar

Í kvöld á milli átta og níu mun franska skemmtiferðaskipið Le Champlain leggjast að í Þorlákshöfn en þetta er í annað skiptið sem skemmtiferðaskip kemur til Þorlákshafnar. Skipið er í eigu franska útgerðafélagsins Ponant en skipið var smíðað Søvik í Noregi. Alls eru 92

Ægir áfram á toppnum eftir öruggan sigur á Kríu

Ægismenn áttu ekki í neinum vandræðum með Kríu í kvöld þegar liðin mættust á Þorlákshafnarvelli í D-riðli 4. deildarinnar í fótbolta. Ásgrímur Þór Bjarnason kom Ægismönnum yfir á 20. mínútu og bætti Pálmi Þór Ásbergsson við öðru marki liðsins á þeirri 37. Ásgrímur var

Ægir mætir Kríu

Ægismenn fá lið Kríu í heimsókn á Þorlákshafnarvöll í 4. deildinni í kvöld. Lið Ægis situr í efsta sæti D-riðils með 20 stig og með sigri í kvöld getur liðið styrkt stöðu sína enn frekar en Elliði er í 2. sæti með 19 stig.

Hávaði vegna sprenginga

Á næstu dögum verður unnið að nýrri lagnaleið sem fer frá Vesturbakka og í átt að Ölfusbraut. Sprengja þarf klappir á leiðinni. Biðst sveitarfélagið velvirðingar á þeirri truflun sem af getur hlotist og þakkar þolinmæðina. Share