Greinar höfundar

Leikreglurnar – seinni hluti

Í síðustu viku birtust nokkrar línur frá mér Eiriki Vigni frambjóðanda í 7. sæti D-listans í Ölfusi. Því miður var ekki send endanleg grein í birtingu og voru því viðmiðunarfjárhæðir sem nefndar voru í upphaflegri grein ekki réttar. Beðist er afsökunar á því en

XO – svo miklu meira en gott koníak!

Síðla vetrar var mér boðið að taka þátt í framboði framfarasinna og félagshyggjufólks hér í Ölfusi vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um þegar mér var kynnt hvaða forsendur lægju að baki fyrirhuguðu framboði. Ég hef nú síðustu vikur

Ölfus sigraði Útsvarið 2018

Rétt í þessu varð Ölfus Útsvarsmeistari eftir góðan sigur á Ísafjarðarbæ 75-51. Árný, Hannes og Magnþóra stóðu sig frábærlega líkt og þau hafa gert í allan vetur. Innilega til hamingju!   Share

Hvernig lenti ég í þessu?!

Ég fór í framboð til sveitastjórnarkosninga vegna þess að mér þykir vænt um sveitina sem ég er fæddur og uppalinn í. Í staðinn fyrir að væla við eldhúsborðið heima ákvað ég að slást í hóp með fólki sem er að vinna í því að

Amma og umhverfismálin

Fyrr í vetur þegar ég var spurð hvort ég hefði áhuga á að koma á lista framfarasinna og félagshyggjufólks fyrir sveitastjórnarkosningarnar í ár varð ég nokkuð hugsi og þurfti langan tíma til á ákveða mig. Fyrir mig var þetta nokkuð stórt skref, fyrst og

Vel heppnað ungmennaþing

Ungmennaráð Ölfuss stóð fyrir Ungmennaþingi í gær en þar bauðst ungmennum í sveitarfélaginu tækifæri til að spyrja frambjóðendur í sveitarstjórnarkosningunum spjörunum úr. Áður en frambjóðendur mættu voru ungmennin búin að ræða saman og undirbúa spurningar í umræðuhópum. Ansi fjörugar umræður sköpuðust og stóðu allir

Leikreglurnar!

Gamall kunningi hafði samband við mig og bað mig að vera á framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þátttaka í pólitík og það í litlu samfélagi sem ég er nýfluttur í var sannarlega ekki markmið mitt þetta árið. Hins vegar, eftir að hafa fengið upplýsingar um

Nýtum kosningaréttinn!

Síðastliðna þrjá mánuði hef ég verið á flakki um Suðaustur Asíu ásamt kærastanum mínum. Á þessu tímabili höfum við heimsótt samtals sex lönd. Hvert land er dásamlegt á sinn hátt og það er alltaf jafn magnað að fara úr öðru landi yfir í það

Fjársjóðurinn í fólkinu!

Nú 26. maí næstkomandi eru sveitarstjórnarkosningar. Vikurnar fram að kosningum í litlum samfélögum eins og okkar geta oft verið ansi skrítnar og samskipti fólks eiga það til að breytast. Fólk flokkar hvort annað í lið, þrætir um hluti sem það myndi á öðrum tíma

Úrslitaviðureign Útsvarsins

Sveitarfélagið Ölfus mun keppa til úrslita í Útsvarinu föstudaginn 18. maí nk. gegn Ísafjarðarbæ. Viðureignin hefst kl. 20:00 og er eins og venjulega öllum opinn. Útsendingin fer fram í Efstaleiti 1, sjónvarpshúsinu og er mæting klukkan 19:40. Ölfus hefur aldrei komist eins langt í