„Móttökur Þorlákshafnarbúa hafa farið fram úr okkar björtustu vonum“

Ásgeir Kristján Guðmundsson og eiginkona hans Ásta Kristín Ástráðsdóttir hafa tekið við rekstri bakarísins Café Sól í Þorlákshöfn af Þresti og Láru. Hafnarfréttir slógu á þráðinn til Ásgeirs af þessu tilefni. „Við fluttum fyrir þremur árum hingað í Þorlákshöfn og konan mín er kennari í grunnskólanum hér. Ég misti vinnuna í febrúar út frá Covid-19 […]Lesa meira

Telur að vafi leiki á því hvort héraðsskjalasafnið sé fært

Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss og stjórnarmaður í Héraðsskjalasafni Árnesinga, telur að staða húsnæðismála safnsins sé óviðunandi og vafi leiki nú á því hvort safnið geti sinnt sínu lögboðna hlutverki hvað þá að það rísi undir faglegum metnaði stjórnar og starfsmanna. Stjórn safnsins ræddi þessi mál á fundi sínum 17. september síðastliðinn. Í fundargerð segir […]Lesa meira

Þorláksvelli lokað vegna aðstæðna

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og tilmæla frá almannavörnum hefur verið ákveðið að loka Þorláksvelli fyrir öllum kylfingum frá og með laugardeginum 10. október 2020. „Þeir kylfingar sem eiga bókaða rástíma í dag, föstudag, geta nýtt sér þá rástíma en lokað verður fyrir bókanir eftir daginn í dag. Einnig munu allir þeir kylfingar sem áttu rástíma […]Lesa meira

Magnaður baráttusigur Hamar/Þór gegn Stjörnunni

Hamar/Þór vann magnaðan sigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í áhorfendalausri Icelandic Glacial höllinni í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var þó í beinni útsendingu á vefsjónvarpsrás Þórs. Stjörnukonur byrjuðu fyrsta leikhlutan af miklum krafti og leiddu 13-24 að honum loknum. Hamar/Þór snéru við blaðinu og áttu mjög góðan annan leikhluta og […]Lesa meira

Áform um framleiðslu á 20.000 tonnum af laxi á ári

Í gær undirrituðu Sveitarfélagið Ölfus og Fiskeldi Ölfuss samkomulag um fýsileikakönnun og uppbyggingu áframeldisstöðvar á laxi og vilyrði fyrir lóð. Með samkomulaginu hefur Fiskeldi Ölfuss undirbúning að rekstri landeldisstöðvar sem á að geta framleitt um 20.000 tonn af fullöldum eldislaxi á ári á 200.000 fermetra lóð á svæði í námunda við Þorlákshöfn. Áætluð árleg útflutningsverðmæti […]Lesa meira

Nær öllum lóðum úthlutað í Þorlákshöfn

Nánast öllum lóðum undir íbúðarhúsæði í Þorlákshöfn hefur þegar verið úthlutað og útlit er fyrir að á næstu árum muni skorta lóðir til úthlutunar verði ekki gripið til aðgerða. Frá þessu er greint í fundargerð bæjarráðs Ölfuss. Í erindi frá tæknisviði sveitarfélagsins segir að „sú aukning sem gert var ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi hafi […]Lesa meira

Mikilvægur sigur Ægismanna

Ægismenn unnu mikilvægan sigur á heimavelli í gær þegar Einherji kom í heimsókn. Lokatölur urðu 3-0. Stefan Dabetic kom Ægismönnum 1-0 yfir á 29. mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Petar Banovic bætti við öðru marki Ægismanna á 71. mínútu og staðan orðin vænleg. Það var svo Pétur Smári Sigurðsson sem gerði út […]Lesa meira

Þórsarar byrja tímabilið á sannfærandi sigri á Haukum

Þórsarar byrja Domino´s deildina af miklum krafti þennan veturinn með flottum sigri á Haukum í gærkvöldi 105-97. Heilt yfir voru Þórsarar með góð tök á leiknum og leiddu mestan part leiksins þó svo lokatölurnar gefa kannski annað til kynna. Þórsarar voru án Halldórs Garðars í þessum leik en þar munar um minna. Allir leikmenn Þórs […]Lesa meira

Fyrsti leikur tímabilsins hjá Þórsurum

Þórsarar hefja leik í kvöld í Domino’s deildinni í körfubolta þegar þeir fá Hauka í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og núna er hægt að kaupa miða á leiki Þórs í appinu Stubbur en einnig verður hægt að fá miða í hurð.Lesa meira

Flottur sigur Hamar/Þór gegn Grindavík

Sameiginlegt lið Hamars og Þórs í 1. deild kvenna í körfubolta gerði góða ferð til Grindavíkur í kvöld þegar liðið sigraði heimakonur 56-63. Frekar mikið jafnræði var með liðunum en Grindavík byrjaði leikinn af meiri krafti og leiddu með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta. Þær héldu uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og komust í […]Lesa meira