Greinar höfundar

Viltu moltu?

Kæru íbúar Ölfuss Búið er að koma moltu haganlega fyrir fyrir utan móttöku- og flokkunarsvæði Þorlákshafnar. Öllum er heimilt að sækja sér moltu til að bera í beðin sín. Motla er kraftmikill jarðvegsbætir sem gott er að blanda annarri mold í hlutföllunum 1/3 (1

Salka Sól ásamt nýrri hljómsveit á Hendur í höfn

Sumartónleikaröðin á Hendur í höfn hefur aldeilis farið vel af stað svo vægt sé til orða tekið. Húsfylli var á tónleikum Aðalbjargar, Halldórs og Sæla í síðustu viku og stemningin frábær. Þá er orðið uppselt á tónleika Ásgeirs Trausta og Önnu Möggu og Rúnars.

Þakkarbréf

Með bréfi þessu vil ég þakka kærlega fyrir þann stuðning sem ég hef fengið til þess að auðvelda mér það verkefni sem ég tek þátt í með U18 ára landsliði karla, sumarið 2018. Verkefni liðsins var Norðurlandamót sem fram fór í Kisakallio Finnlandi 27.

Jónína Magnúsdóttir nýr aðstoðarskólastjóri

Jónína Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn. Hún tekur við starfi Ólínu Þorleifsdóttur sem nú er skólastjóri skólans. Jónína er í dag skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og hefur hún verið í skólastjórnun frá árinu 1998 en hún var áður skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Grunnskóla

Þakkir frá Gautaborgarförum

Átta krakkar úr Frjálsíþróttadeild Þórs eru nú komnir heim úr frábærri ferð á Gautaborgarleika. Þar tóku þau þátt í frjálsíþróttakeppni ásamt nokkur þúsund keppendum frá tíu þjóðlöndum á Ullevi, glæsilegum leikvangi í miðborg Gautaborgar. Keppnin fór í alla staði vel fram og bættu Þórsarar

Dreg umsókn mína til baka!

Kæru íbúar Sveitarfélagsins Ölfuss, Ég hef ákveðið að draga umsókn mína um starf bæjarstjóra Ölfuss til baka. Ástæðan fyrir því er að ég tel að Elliði Vignisson sé fullkominn í þetta starf. Drífandi og duglegur maður, sem mun berjast fyrir sveitarfélagið með kjafti og

Gintautas Matulis til liðs við Þór Þorlákshöfn

Ekkert lát er á leikmannamálum í herbúðum Þórsara en liðið hefur samið við Litháan Gintautas Matulis um að leika með liðinu næsta tímabil í Domino’s deildinni. Gintautas er fæddur árið 1986 og hefur leikið allan sinn feril í Litháen. Hann er fjölhæfur leikmaður sem

18 sóttu um stöðu bæjarstjóra í Ölfusi

Staða bæjarstjóra Sveitarfélagsins Ölfuss var auglýst laus til umsóknar í júní og rann umsóknarfrestur út 2. júlí síðastliðinn. Alls sóttu 18 um stöðuna og þar af fimm fyrrum bæjarstjórar en það eru þau Elliði Vignisson, Ásta Stefánsdóttir, Björn Ingi Jónsson, Magnús Stefánsson og Gísli

Ásta Júlía og Óskar klúbbmeistarar GÞ

Ásta Júlía Jónsdóttir og Óskar Gíslason eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Þorlákshafnar arið 2018 en meistaramót golfklúbbsins fór fram dagana 27.-30. júní sl. Þrátt fyrir dræma þátttöku var mikið fjör á kylfingum og veðrið lék að mestu vel við hópinn þrátt fyrir lélegar tilraunir Veðurstofunnar til

Frábærar sólarlagsmyndir Brynju frá Þorlákshöfn

Þorlákshafnarbúinn Brynja Eldon tók þessar frábæru sólarlagsmyndir í Þorlákshöfn miðvikudaginn sólríka og eftirminnilega fyrir tveimur vikum. „Ég flutti til Þorlákshafnar árið 2015 með fjölskylduna mína úr Reykjavík,“ segir Brynja í stuttu spjalli við Hafnarfréttir. „Ég hef alla tíð verið að leika mér með hin