Rafmagnslaust aðfararnótt föstudags

Rafmagnslaust verður í stórum hluta af Þorlákshöfn, aðfararnótt föstudagsins 28.01.2022 frá kl 00:05 til kl 04:00 vegna vinnu við háspennukerfi. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af áætluðu svæði má sjá á www.rarik.is/rofLesa meira

Herdísarvík, Vörn fyrir voldugu hjartaslagi hafdjúpsins kalda

Sveitarfélagið Ölfus og Háskóli Íslands hafa nú sammælst um að stefna að endurbyggingu Herdísarvíkur, seinasta heimilis þjóðskáldsins Einars Benediktssonar. Þetta staðfestir Elliði Vignisson, bæjarstjóri. „Við höfum á seinustu árum haft miklar áhyggjur af bæ þjóðskáldsins. Hann stendur fyrir opnu hafi og í brimi og áhlaðanda er hætta á að bærinn geti hreinlega sópast í sjó fram […]Lesa meira

Frístundastyrkir til allra barna, óháð aldri

Á síðasta fundi bæjarráðs Ölfuss var samþykkt sú breyting að frístundastyrkir í sveitarfélaginu nái til allra barna, óháð aldri. „Þannig að tækifæri til að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi verði jafnað og þar með aukið,“ segir í fundargerðinni. Frístundastyrkurinn verður hækkaður úr 40 í 45 þúsund krónur á barn á ári en meginmarkmið […]Lesa meira

Sterkur sigur á Ísafirði

Hamar-Þór vann sterkan sigur þegar liðið mætti Vestra á Ísafirði í 1. deild kvenna í dag. Lokatölur urðu 64-66 Vestrakonur byrjuðu betur og leiddu 13-6 eftir fyrsta leikhluta. Hamar-Þór voru frábærar í öðrum leikhluta þar sem þær skoruðu 29 stig á móti einungis 12 stigum Vestra og fóru með 25-35 forustu inn í hálfleik. Góður […]Lesa meira

Sýnataka hefst í Þorlákshöfn á morgun

Á morgun, föstudaginn 14. janúar, verður mögulegt að fara í sýnatökur vegna COVID-19 í Þorlákshöfn og verður opið alla virka daga frá klukkan 9-11. Bæði verður í boði að fara í PCR sýnatöku og hraðpróf. Sýnatökur munu fara fram í Ráðhúsi Ölfuss. Gengið er inn að vestanverðu en bílastæði eru að austanverðu.Lesa meira

Bæjaryfirvöld vinna með HSU að því að koma upp sýnatökustað

Samkvæmt heimildum Hafnarfrétta vinna bæjaryfirvöld nú með HSU að því að koma upp sýnatökustöð þar sem boðið verður upp á svokölluð PCR próf. Þetta staðfestir Grétar Ingi Erlendsson formaður bæjarráðs. „Það er rétt við höfum verið að skoða þessi mál með HSU og verkefnið fékk aukinn byr í seglin eftir sterkan þrýsting bæjarbúa. Fulltrúar HSU […]Lesa meira

Til ykkar sprengjusérfræðinganna

Undanfarna daga hafið þið verið að sprengja upp úr þurru, enginn veit fyrr en allt í einu. Mig grunar að þetta gerið þið ykkur til ánægju og yndisauka og samgleðst ég ykkur hvað það varðar. Ég samgleðst þó ekki sjálfum mér né þeim sem eru í sömu stöðu og ég. Málið er nefnilega að ég […]Lesa meira

Þór fær Njarðvík í heimsókn í fyrsta leik nýs árs

Þórsarar fá Njarðvíkinga í heimsókn í kvöld í fyrsta leik liðsins á nýju ári. Bæði lið töpuðu síðasta leik sínum í deildinni og má því fastlega gera ráð fyrir að bæði lið munu selja sig dýrt í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og fer miðasala fram í gegnum appið Stubbur en selt verður í tvö […]Lesa meira

Hátt í 600 manns skora á HSU

Hátt í 600 manns skrifuðu undir undirskriftalista þar sem skorað er á Heilbrigðisstofnun Suðurlands að bjóða upp á PCR sýnatökur á heilsugæslunni í Þorlákshöfn. Ása Berglind Hjálmarsdóttir stóð fyrir undirskriftasöfnuninni sem stóð yfir í rúmlega tvo sólarhringa. Hún sendi listann á forstjóra HSU í morgun. Í samtali við Sunnlenska.is segir Ása Berglind að vel væri […]Lesa meira

Magnað myndband af sinubrunanum

Þorlákshafnarbúinn Donatas Arlauskas er alltaf viðbúinn fyrir góðu myndefni en eins og allir vita þá varð sinubruni á tveimur stöðum í Þorlákshöfn. Donatas Arlauskas tók þetta magnaða drónamyndband af sinubrunanum sem varð vestan við Eyjahraunið. Sjón er sögu ríkari.Lesa meira