Greinar höfundar

Ægir mætir Elliða í baráttunni um toppsætið

Það verður sannkallaður toppslagur á Þorlákshafnarvelli í kvöld þegar Ægir fær Elliða í heimsókn í 4. deildinni í fótbolta. Liðin eru jöfn að stigum í tveimur efstu sætum deildarinnar en Ægismenn hafa betri markatölu. Það lið sem sigrar leikinn í kvöld mun hafa þriggja

Jónas Sigurðsson leikur allar plöturnar sínar á fernum tónleikum á Borgarfirði eystra

Jónas Sigurðsson ætlar að halda tónleikaröð í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra kringum tónlistarhátíðina Bræðsluna þar sem hann og hljómsveit munu flytja allar fjórar plöturnar sínar á fjórum kvöldum. „Mig hefur lengi langað að taka utan um plöturnar mínar sem ég hef gefið út hingað

Fiskmark fékk tímabundið starfsleyfi til 6 mánaða

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur tekið ákvörðun um að endurnýja starfsleyfi Fiskmarks ehf. tímabundið til 6 mánaða eða út árið 2019. Frá árinu 2012 hefur fyrirtækið ekki fengið afgreitt fullt 12 ára starfsleyfi, heldur hefur starfsleyfi fyrirtækisins verið endurnýjað ýmist til eins eða tveggja ára í

17. júní haldinn hátíðlegur

Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur í dag í Þorlákshöfn í blíðskapar veðri. Dagurinn hófst með því að fáni var dreginn að hún og með fimleikum fyrir alla í íþróttahúsinu. En það var fimleikadeild Þórs sem skipulagði hátíðarhöldin í ár. Að venju var svo farið í

Bekkir komnir á Neshringinn

Í seinustu viku voru tveir bekkir settir niður á Neshringinn á fullkomnum stöðum fyrir þá sem vilja nýta þennan frábæra hring fyrir göngutúr. Hæfilega langt er á milli þeirra þannig að fólk getur hvílt lúin bein á leiðinni. Tilvalið að nýta þetta frábæra veður

Ægir skoraði fjögur í góðum sigri á KFS

Ægismenn unnu öruggan sigur á KFS á Þorlákshafnarvelli í kvöld þegar liðin mættust í fjórðu umferð 4. deildar karla í knattspyrnu. Ásgrímur Þór Bjarnason kom Ægismönnum yfir strax á 4. mínútu en KFS jafnaði metin mínútu síðar. Staðan 1-1 í hálfleik. Á 53. mínútu

Baldur Dýrfjörð gefur út lag: Sölvi bróðir hans gerði myndbandið

Fyrrum Þorlákshafnarbúinn Baldur Viggóson Dýrfjörð var að senda frá sér lag og myndband á Youtube á dögunum en með honum syngur Róbert Andri. Baldur, sem er uppalinn Þorlákshafnarbúi, samdi lagið og sá einnig um upptöku, pródúseringu og masteringu. Myndbandið við lagið var að mestu

Írena með þrumufleyg á móti FH

Þorlákshafnarbúinn Írena Björk Gestsdóttir, sem spilar með Grindavík í Inkassodeild kvenna, gerði sér lítið fyrir og skoraði mark í 2-1 sigri á móti FH í gær. Markið var glæsilegt og af 20 metra færi en í textalýsingu fotbolti.net var markinu lýst svo: „Írena Björk

Boðið í veiði í Hlíðarvatni

Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnafjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík bjóða gestum að koma og veiða án endurgjalds í Hlíðarvatni í Selvogi sunnudaginn 9. júní næstkomandi Fulltrúar frá félögunum verða á staðnum og munu leiðbeina gestum um agn, veiðistaði og aðferðir. Einnig verður að

Öruggur sigur Ægis á Seltjarnarnesi

Ægismenn gerðu góða ferð á Seltjarnarnesið í gærkvöldi þegar liðið vann öruggan sigur á Kríu í 4. deildinni í knattspyrnu. Leikurinn endaði 2-4 en Ægismenn voru mun sterkara liðið í þessum leik og hefðu vel geta unnið leikinn með meiri mun. Emanuel Nikpalj og