Einingarverksmiðjan flytur í Ölfusið

Einingaverksmiðjan og Sveitarfélagið Ölfus hafa nú komist að samkomulagi um að starfsemi Einingarverksmiðjunnar flytjist í Ölfus. Til þess að það verði mögulegt verður ráðist í byggingu á allt að 4000 fermetra iðnaðarhúsum, gerð efnissílóa og fleira á Nessandi, nýskipulögðu iðnaðarsvæði í útjaðri Þorlákshafnar. Einingaverksmiðjan hefur í hátt í 30 ár sérhæft sig í framleiðslu forsteyptra […]Lesa meira

89 foreldrar hafa skrifað undir lista gegn Hjallastefnunni

Foreldrar barna á leikskólanum Bergheimum sem ósáttir eru við komu Hjallastefnunnar til Þorlákshafnar hafa sent bæjarstjórn, bæjarstjóra og fulltrúum Hjallastefnunnar bréf og 89 undirskriftir þar sem þau vilja þrýsta á bæjarstjórn Ölfuss að draga sig út úr viðræðum við Hjallastefnuna. Foreldrar barna á Bergheimum voru um 200 talsins 1. júní síðastliðinn og miðað við það […]Lesa meira

Þrír fallegir garðar í Ölfusi verðlaunaðir

Umhverfisnefnd Ölfus hefur valið þrjá garða í Ölfusi og fengu þeir viðurkenningu fyrir fallegan og snyrtilegan garð árið 2020. Garðarnir eru Eyjahraun 11 hjá Jóhönnu og Ragga, Lyngberg 3 hjá Lóu og Brynjari og Hlöðutún Árbæjahverfi í Ölfusi hjá Önnu Kristínu og Kjartani. Garðarnir verða til sýnis laugardaginn 8. ágúst á milli kl. 13 og […]Lesa meira

Hvers virði er fagleg sýn, þekking og reynsla leikskólakennara og

Bæjarstjórn Ölfus tók þá ákvörðun að hefja viðræður við Hjallastefnuna án þess að viðra þá hugmynd eða fá ráð hjá fagmenntuðu starfsfólki leikskólans. Þá voru hvorki aðilar úr fræðslunefnd né foreldraráði fengnir til umsagnar fyrr en eftir að ákvörðunin var tekin. Hvernig má það vera að bæjarstjórn geti litið fram hjá þeirri faglegu sýn, þekkingu […]Lesa meira

Nýtt skip Smyril Line siglir til Þorlákshafnar

Smyril Line hefur bætt við nýju flutningaskipi í flota sinn í þeim tilgangi að þróa nýja siglingaleið milli Noregs og Rotterdam og tengja hana við aðrar flutningsleiðir Smyril Line, þar með talið Þorlákshöfn. Nýja skipið heitir Mistral er 153 metra langt og 21 metra breitt. Djúprista þess er 7 metrar og er Mistral því heldur […]Lesa meira

Sterkur sigur Ægismanna á Vopnafirði

Ægismenn unnu sterkan sigur á Vopnafirði í gær þegar þeir mættu heimamönnum í Einherja í 3. deildinni í fótbolta. Ásgrímur Þór Bjarnason skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu leiksins. Eftir leikinn sitja Ægismenn í 6. sæti deildarinnar en næsti leikur liðsins er 4. ágúst gegn Augnabliki á Þorlákshafnarvelli.Lesa meira

Ölfus gengur til samninga við Hjallastefnuna

Á síðasta fundi bæjarráðs Ölfuss var samþykkt að ganga til samninga við Hjallastefnuna. Fyrir fundinn lá annars vegar afstaða fjölskyldu- og fræðslunefndar og hins vegar foreldraráðs vegna málsins en þau lýstu sig ekki andvíg áformum bæjarstjórnar að Hjallastefnan taki við rekstri leikskólans Bergheima í Þorlákshöfn. Ekki er þó einhugur meðal foreldra barna og íbúa Þorlákshafnar […]Lesa meira

Fjöldi skemmdarverka í Þorlákshöfn

Svo virðist sem skemmdarvargur eða vargar gangi lausir í Þorlákshöfn þar sem þó nokkur skemmdarverk hafa verið framin í bæjarfélaginu síðastliðna daga. Fyrst ber að nefna að einhver virðist hafa skorið stórt gat á ærslabelginn við ráðhúsið fyrir rúmri viku og hefur belgurinn verið loftlaus síðan. Nokkrum dögum síðar birti íbúi á Oddabrautinni mynd á […]Lesa meira

Ægir og Tindastóll skildu jöfn

Ægismenn gerðu 1-1 jafntefli á Þorlákshafnarvelli í gær þegar þeir fengu Tindastól í heimsókn í 3. deildinni í fótbolta. Ægismenn komust yfir á 34. mínútu þegar Viktor Marel Kjærnested skoraði. Þannig var staðan allt þar til á 65. mínútu þegar gestirnir jöfnuðu leikinn. Fleiri mörk voru ekki skoruð og því 1-1 jafntefli niðurstaðan. Eftir leikinn […]Lesa meira

Svar við opnu bréfi starfsmanna Bergheima

Ágætu starfsmenn á Bergheimum og aðrir áhugasamir Breytingar eru ætíð erfiðar, ekki síst þegar þær snúa að lífsviðurværi og mikilvægri þjónustu. Í slíkum tilvikum er eðlilegt að tilfinningar verði sterkar. Fyrir því berum við virðingu. Breytingar eru ekki ætíð tilkomnar af ríkri þörf, sprottinni af því að það sem fyrir er sé slæmt. Breytingar eru […]Lesa meira