Fimm í röð hjá Þórsurum

Þórsarar halda sigurgöngu sinni áfram og unnu ÍR í Icelandic Glacial höllinni í gærkvöld. Er þetta fimmti sigur Þórsara í röð og möguleikarnir á að komast í úrslitakeppnina verða sífellt betri. Þórsarar voru undir í hálfleik 43-47 og eftir æsispennandi endasprett fór svo að Þórsarar unnu með 91 stigi gegn 87 stigum ÍR. Atkvæðamestir í […]Lesa meira

Þorlákshafnarbúi í Söngvakeppninni

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins var haldið í gær. Sigurvegarinn í ár heitir Diljá Pétursdóttir og mun hún verða fulltrúi Íslands í Eurovision í Liverpool í maí með lag sitt Power. Rockabillytöffararnir í Langa Sela og Skuggunum hrepptu annað sætið með lagið OK eftir spennandi bráðabana. Gaman er að […]Lesa meira

Leiklistarnámskeið á Selfossi

Leikfélag Selfoss verður með leiklistarnámskeið í mars fyrir 16 ára og eldri. Lögð verður áhersla á karaktersköpun og þar með grunnatriði í leiklist eins og radd- og líkamsbeitingu. Leiðin að karaktersköpuninni verður unnin með æfingum úti á gólfi og í gegnum spuna. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Rakel Ýr Stefánsdóttir leikkona og leikstjóri. Námskeiðið fer fram […]Lesa meira

Hamar-Þór lagði Tindastól í Hveragerði

Hamar-Þór fékk Tindastól í heimsókn á heimavelli sínum í Hveragerði í gærkvöld. Lokatölur urðu 90-71 Hamri-Þór í vil. Jenna Mastellone átti frábæran leik og skoraði 33 stig og tók 11 fráköst. Emma Hrönn Hákonardóttir skoraði 17 stig, átti 9 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hildur Björk Gunnsteinsdóttir var með 13 stig og 11 fráköst, Jóhanna […]Lesa meira

Tap eftir æsilegan endasprett

Þór Akureyri lagði Hamar-Þór í Höllinni á Akureyri í kvöld. Staðan í hálfleik var 50-28 fyrir Þór og þrátt fyrir góðan endasprett náðu sunnlensku stelpurnar ekki sigri þótt litlu hefði mátt muna en staðan var 72-72 þegar aðeins tæp mínúta var eftir af leiktíma. Lokatölur urðu 74-72 fyrir Þór Akureyri. Stigahæst hjá Hamri-Þór var Jenna […]Lesa meira

Dagný Lísa er íþróttamaður Ölfuss 2022

Dagný Lísa Davíðsdóttir körfuknattleikskona var kjörin íþróttamaður Ölfuss árið 2022. Dagný Lísa var valin mikilvægasti leikmaður Subway deildar kvenna á síðasta tímabili þar sem hún leiddi Fjölni til deildarmeistaratitils, þess fyrsta hjá félaginu í boltagreinum í efstu deild. Einnig var hún valin í A-landslið Íslands á síðasta tímabili. Dagný Lísa er framúrskarandi leikmaður og flott […]Lesa meira

GK mótið í fimleikum

Helgina 4.-5. febrúar fór fram GK mót í fimleikum þar sem Þór sendi frá sér 4 lið til keppni. Keppt var í stökkfimi yngri þar sem 3. flokkur og 4. flokkur kepptu. 3. flokkur keppti í mix liði og stóð sig alveg frábærlega, svo vel að þau nældu sér í gull á öllum þremur áhöldum […]Lesa meira

Ægir upp um deild

KSÍ hefur staðfest að Ægir Þorlákshöfn mun taka sæti Kórdrengja í Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar en Kórdrengir verða ekki með lið í keppninni í ár þar sem þeir náðu ekki samningum við FH um að taka yfir félagið. Í tilkynningu KSÍ um málið segir: „Stjórn KSÍ hefur ákveðið að taka þátttökutilkynningu Kórdrengja ekki til […]Lesa meira

Atli Rafn semur við Ægi

Þær fréttir berast nú úr herbúðum Ægis að Atli Rafn Guðbjartsson hefur gert tveggja ára samning við félagið. Atli Rafn er uppalinn hjá Ægi og var öflugur leikmaður tímabilin 2019 og 2020. Hann fór svo til Selfoss og lék með þeim sumarið 2021 en eftir krossbandsslit þurfti hann að hvíla sumarið 2022. Atli Rafn er […]Lesa meira

Þórsarar kaffærðu Keflvíkinga

Þórsarar gerðu sér lítið fyrir í kvöld og lögðu Keflvíkinga í Blue Höllinni í Keflavík. Staðan í leikhléi var 44-55 fyrir Þór og lokatölur urðu 104-83. Þeir Hörður Axel Vilhjálmsson og Jaka Brodnik voru fjarri góðu gamni í liði Keflvíkinga og var eins og liðið kæmi andlaust til leiks. Þórsarar áttu góðan leik og gerðu […]Lesa meira