Íþróttamiðstöðin í Þorlákshöfn óskar eftir starfsmanni í 100% stöðu!
(karlmaður vegna baðvörslu í karlaklefa)
Starfið er unnið í vaktavinnu sem felst m.a. í baðvörslu, gæslu við íþrótta, líkamsræktar- og sundlaugarmannvirki, tjaldstæði, þrif, afgreiðslu og umsjón og eftirlit með tækjabúnaði í tækjarýmum.
Hæfniskröfur:
Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund að upplagi, gott lag á börnum og unglingum, auk áhuga og skilning á íþrótta – og æskulýðsstarfi. Um framtíðarstarf er að ræða.
Laun samkv. launatöflu FOSS.
Skilyrði fyrir ráðningu er að starfsmaðurinn standist hæfnispróf sundstaða.
° Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni.
° Umsóknarfrestur er til 1. júlí.
° Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofuna.
Nánari upplýsingar gefur:
Íþrótta – og æskulýðsfulltrúi í síma: 480 – 3890 og 480-3891.