Bryggjudagar í Herjólfshúsinu um helgina

herjolfshus_3Það verður heldur betur fjör á bryggjunni um næstu helgi. Þá verða haldnir svokallaðir bryggjudagar í Herjólfshúsinu.

Þeir munu fara fram dagana 29. og 30.júní, en dagskráin stendur frá klukkan 14-17 báða dagana.

Hægt verður að leigja sér veiðistangir til að dorga, þá verður hægt að fylgjast með handverksfólki við vinnu, boðið upp á humarsmakk og svo geta börnin málað í sérstöku listahorni á staðnum svo fátt eitt sé nefnt.