Ungir Þórsarar sigursælir í frjálsum íþróttum

Mynd-Steinunn Emilia Thorsteinsdóttir

Þórsarar eignuðust fjóra íslandsmeistara í frjálsum íþróttum um helgina er Meistaramót Íslands fór fram í Kaplakrika.

Fremstur meðal jafningja var Styrmir Dan Steinunnarson sem gerði sér lítið fyrir og varð fimmfaldur íslandsmeistari. Hann sigraði í langstökki, hástökki, kúluvarpi, 80 metra grindahlaupi og spjótkasti.

Viktor Karl Halldórsson stórbætti sinn persónulega árangur um heila 2 metra í spjótkasti og tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í sínum aldursflokki. Einnig varð Viktor íslandsmeistari með boðhlaupssveit HSK.

Í stúlknaflokki stóð Marta María Bozovic uppi sem sigurvegari í spjótkasti og bætti sig um heila 4 metra.

Þá varð Sólveig Þóra Þorsteinsdóttir íslandsmeistari í hástökki og var einnig í sigursveit HSK í boðhlaupi.

Að auki komust Baldur Viggósson Dýrfjörð, Bjarki Óskarsson og Jakob Unnar Sigurðarson á verðlaunapall í 4×100 metra boðhlaupi.

Við óskum krökkunum til hamingju með þennan frábæra árangur um helgina sem og þjálfaranum Rúnari Hjálmarssyni.