Ægismenn keppa á Hornafirði

Eyþór Smári
Eyþór Smári leikmaður Ægis

Ægir mætir liði Sindra á Höfn í Hornafirði á morgun, laugardaginn 22.júní kl 14:00.

Leikmenn og þjálfarar Ægis héldu af stað austur fyrr í dag og gista á Höfn í nótt til að vera úthvíldir fyrir leikinn á morgun.

Fyrir leikinn er Ægir með 7 stig í 9.sæti deildarinnar og Sindri með 10 stig í 6.sæti.

Liðin mættust síðast í úrslitaleik 3.deildar í fyrra er háður var í Grindavík og hafði Sindri betur í þeim leik 4-1.

Við sendum Ægismönnum okkar bestu kveðjur austur og vonandi koma þeir með 3 stig heim.