Golfkennsla fyrir 6-12 ára börn

Ingvar jóns
Ingvar Jónsson

Haldið verður sérstakt golfnámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára, vikuna 24-28.júní.

Þetta er svokallað SNAG golfnámskeið, það er kerfi sem byggir á því að einfalda byrjendum fyrstu skrefin í golfíþróttinni.

Kennsla verður frá kl 13-15 frá mánudegi til fimmtudags og lýkur á fjölskyldudegi á föstudeginum. Þar er fjölskyldumeðlimum iðkenda boðið í SNAG golf og grillaðar pylsur frá kl 16-18.

Verð á námskeiðið er 5000 kr.

Þjálfari á námskeiðinu verður Ingvar Jónsson, golfkennaranemi og SNAG golf leiðbeinandi.

Skráning hjá Ingvari í síma 899-9820 eða á ingvar@olfus.is