Þrír Þórsarar valdir í æfingahóp fyrir landsliðið í körfubolta

Emil
Emil Karel

Þór Þorlákshöfn á þrjá fulltrúa í tveimur æfingahópum landsliða í körfubolta.

Fyrst ber að nefna Emil Karel Einarsson sem er uppalinn Þórsari, en hann var valinn í 17 manna æfingahóp fyrir landsliðið U-22 ára.

Þá voru tveir af nýju leikmönnum Þórs einnig valdir í U-22 ára hópinn. Þar er um að ræða  þá Ragnar Nathanaelsson og Tómas Heiðar Tómasson. Ragnar er einnig valinn í A-landsliðshópinn.

Framundan hjá U-22 ára liðinu eru tveir æfingaleikir við Danmörk sem spilaðir verða hér á landi 25. og 26.júlí.

Þá er æfingamót í Kína framundan hjá A-landsliðinu og þar mæta þeir engum aukvisum, heldur etja þeir kappi við heimamenn í Kína, auk Svartfjallalandi og Makedóníu. Mótið fer fram dagana 19.-22.júlí næstkomandi og er liður í undirbúningi liðsins fyrir tvo leiki í Evrópukeppni í Ágúst.