Mikilvægur leikur í blíðunni í Þorlákshöfn

lidsmynd_aegir2015Ægir fær Dalvík/Reyni í heimsókn á Þorlákshafnarvöll í dag í 2. deild karla í knattspyrnu.

Ægir situr fyrir leikinn í 10. sæti með sjö stig á meðan gestirnir að norðan eru í 12. og síðasta sæti deildarinnar með tvö stig.

Þessi leikur er Ægismönnum mjög mikilvægur þar sem þeir ætla sér án vafa að komast hærra í töflunni. Með sigri Ægis í dag fer liðið í 6.-8. sæti deildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 16 og er tilvalið að skella sér á völlinn í blíðunni í Þorlákshöfn og ná sér í smá brúnku í leiðinni.