Gróðursetning til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur

vigdis_finnbogadottir01Núna um helgina 27.-28. júní verður haldið upp á þau tímamót að 35 ár eru liðin frá því að frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst allra kvenna í heiminum.

Í tengslum við þessi merku tímamót hefur verið efnt til samstarfs sveitarfélaga og skógræktarfélaga um að gróðursetja þrjú tré líkt og Vigdís gerði með táknrænum hætti í forsetatíð sinni. Þátttakendur í gróðursetningu eru piltur og stúlka sem eru fulltrúar kynjanna ásamt því að vera fullrúar framtíðarinnar.

Trjánum hefur verið valinn staður í Skýjaborgum, reit Lionskúbbs Þorlákshafnar og athöfnin fer fram laugardaginn 27. júní kl 11.00. Það er Skógræktarfélag Þorlákshafnar og Ölfuss sem sér um athöfnina og eru allir velkomnir.