Ægismenn með tap gegn Dalvík/Reyni

aegir_kf-1Á laugardaginn tók Knattspyrnufélagið Ægir á móti Dalvík/Reyni, botnliði 2. deildar,  á Þorlákshafnarvelli. Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og komust yfir á fyrstu mínútu leiksins en heimamenn jöfnuðu um 10 mínútum síðar með marki frá Kjartani Vilhjálmssyni. Dalvík/Reynir setti svo tvö mörk þegar um tuttugu mínútur voru búnar af leiknum. Ægismenn minnkuðu muninn á 31. mínútu með marki frá Uchenna Onyeador. Fjórða mark gestanna kom svo á 42. mínútu.

Heimamenn minnkuðu svo muninn í viðbótartíma í seinni hálfleik með marki frá Kristjáni Þorkelssyni og lokatölur leiksins því 3-4.

Eftir leikinn er Ægir með 7 stig í 10. sæti 2. deildar aðeins 1 stigi frá fallsæti en fyrir neðan Ægir sitja Tindastólsmenn með 6 stig og Dalvík/Reyni með 5 stig.