Sól og blíða á morgun

vedur01Á morgun, þriðjudag, er gert ráð fyrir sól og blíðu í Þorlákshöfn sem og annarsstaðar á suðvestur- og vesturlandi ef marka má spá Veðurstofu Íslands.

Veðurstofan spáir hita allt upp í 17 gráður og vindur verður í kringum 5 metrar á sekúndu samkvæmt spánni.

Það er því tilvalið að njóta veðursins á morgun en á miðvikudaginn á að fara þykkna upp að nýju.