Ægir mætir Gróttu – Gunnar á Völlum í heimsókn

Gunnar á völlum
Gunnar á Völlum

Áttunda umferð 2.deildar karla verður leikin í kvöld. Ægir fær Gróttu í heimsókn á Þorlákshafnarvöll og hefst leikurinn klukkan 20:00.

Þetta er sannkallaður botnbaráttuslagur, en aðeins eitt stig skilja liðin að.

Ægir er fyrir leikinn í kvöld með 8 stig í 9.sæti, en Grótta með 7 stig í 10.sæti. Það verður því barist til síðasta blóðdropa í kvöld í rigningunni í Þorlákshöfn.

Síðasti leikur Ægis liðsins fór 1-1 austur á Höfn gegn Sindra, þar sem jöfnunarmark heimaliðsins kom í uppbótartíma leiksins.

Skemmtikrafturinn og sjónvarpsmaðurinn Gunnar Sigurðarson eða Gunnar á Völlum mun heimsækja Þorlákshafnarvöll í kvöld.

Gunnar er með þátt á RÚV  sem gengur út á það að sjá boltann frá öðru sjónahorni. Í þessum bráðskemmtilegu þáttum gerir hann lítið annað en að úða í sig alls kyns veigum sem heimaliðin skaffa honum. Einnig lætur hann myndatökumanninn Fannar hraðfréttamann óspart heyra það.

Við mælum með því að fólk láti sjá sig á vellinum í kvöld og styðji við bakið á strákunum okkar.

Áfram Ægir!