Áhöfnin á Húna II hélt virkilega vel heppnaða tónleika í rigningarúðanum í Þorlákshöfn í gærkvöldi.
Mætingin á tónleikana var með allra besta móti en á svæðinu voru skráðir 1.600 manns og er það met mæting á tónleika Áhafnarinnar enn sem komið er. Gaman er að geta þess að í Þorlákshöfn búa 1.500 manns en fjöldi fólks úr bæjarfélögunum í kring lét sig ekki vanta á bryggjuna í gær.
Frábært framtak þessi tónleikaferð Áhafnarinnar á Húna og ekki síðra að Björgunarsveitir landsins njóti góðs af.
Undirritaður tók meðfylgjandi myndir á tónleikunum.
[nggallery id=5]