Afturelding heimsækir höfnina

aegir01_2013Í kvöld mæta Mosfellingarnir úr Aftureldingu til Þorlákshafnar og etja kappi við heimamenn í Ægi í 2. deildinni í fótbolta. Leikurinn hefst stundvíslega klukkan átta.

Afturelding situr á toppi deildarinnar með 22 stig en Ægis menn í því níunda með 11 stig.

Leikurinn er þýðingarmikill fyrir heimamenn þar sem mjög mikilvægt er að sækja heimasigra til að fjarlægjast fallsætunum og um leið koma sér nær toppliðunum í deildinni. Þá skiptir stuðningur heimamanna miklu máli og því um að gera að fjölmenna á völlin og hvetja Ægis menn til sigurs í þessum leik.

Ótrúlegt en satt þá spáir ekki rigningu í kvöld og bara óvenju milt veður í kortunum. Áfram Ægir!