Ný hárgreiðslustofa opnar

helga_svanlaug01Í dag, föstudag, opnar ný hárgreiðslustofa í Þorlákshöfn. Stofan heitir Kompan og er til húsa á Selvogsbraut 41, milli bakarísins og Vínbúðarinnar.

Það eru þær Helga Halldórsdóttir og Svanlaug Ósk Ágústdóttir sem reka stofuna og munu þær hafa opið hús frá 13-17 í dag þar sem í boði verða kaffi og kökur en einnig verða ýmis tilboð í gangi á þeim vörum sem Kompan selur.