Ný skýrsla Markaðsstofunnar komin út

vitinn01Út er komin framvinduskýrsla Markaðsstofu Suðurlands. Þar er greint frá hinum fjölmörgu verkefnum sem Markaðsstofan hefur átt frumkvæði að en Sveitarfélagið Ölfus er, auk nokkurra fyrirtækja í Ölfusinu, í Markaðsstofunni.  Stærsta verkefni markaðstofunnar síðasta ár hefur líklega verið verkefnið og vefurinn www.winterwonderland.is. Verkefnið er liður í því að lengja ferðamannatímabilið. Á vefnum er athygli á því sem boðið er upp á yfir vetrarmánuðina og einnig eru ferðamenn hvattir til að senda inn myndir.

Þá stendur Markaðsstofan fyrir margvíslegu samstarf og hefur fengið aðila úr ferðaþjónust til að hittast og þróa pakkaferðir.

Síðast en ekki síst er stöðugt unnið að kynningar- og markaðsmálum og er þegar farið að undirbúa útgáfu næsta suðurlandsbæklings, en honum er dreift um allt land.

Hægt er að skoða skýrslu markaðsstofunnar HÉR