Stórleikur í Keflavík í kvöld

Raggi Nat og Baldur verða í eldlínunni í kvöld.
Raggi Nat og Baldur verða í eldlínunni í kvöld.

Þórsarar mæta Keflavík í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:15.

Leikurinn fer fram í Keflavík en samkvæmt tölfræðinni hefur Þórsurum ekki tekist að vinna deildarleik á heimavelli þeirra. Þór getur því farið heim með sögulegan sigur eftir leik kvöldsins.

Bæði lið eru taplaus í deildinni og má því reikna með hörku leik í bítlabænum í kvöld.