Öruggur sigur Þórs á Skallagrím – myndir

Myndir - Davíð Þór
Myndir – Davíð Þór

Þórsarar áttu ekki í miklum erfiðleikum með lið Skallagríms sem heimsótti höfnina í gærkvöld. Lokatölur voru 110-91.

Þór fór höfðu mikla yfirburði í fyrstu tveimur leikhlutunum og leiddu í hálfleik, 64-33. Leikmenn Skallagríms áttu fá svör við stórleik heimamanna og héldu Þórsarar áfram að spila vel í þriðja leikhluta.

Í fjórða leikhluta fór Skallagrímur að bíta frá sér með Grétar Inga fremstan í flokki. Grétar og Páll Axel áttu flottan leik og stóðu uppúr í liði gestanna og gerðu samtals 54 stig. Þrátt fyrir að gestirnir hafi unnið síðasta fjórðunginn þá var það of seint í rassinn gripið þar sem forysta Þórsara var hreinlega of mikil.

Þór sigldi því í land öruggum sigri sem kláraðist í raun og veru í fyrri hálfleik. Eftir þennan leik sitja Þórsarar í fimmta sæti deildarinnar með 8 stig.

Stigahæstir í liði Þórs voru Nemanja Sovic en hann átti stórleik og skoraði 30 stig, Raggi Nat átti virkilega góðan leik með 24 stig og 12 fráköst, Mike Cook með 20 og Tómas 19. Baldur Þór var mjög öflugur en hann gaf 12 stoðsendingar í leiknum auk þess sem hann skoraði 10 stig.

Ljósmyndari Hafnarfrétta var að sjálfsögðu á staðnum og tók nokkrar myndir.

[nggallery id=11]