Ljósin tendruð á jólatrénu við Ráðhúsið

jolatre_01
Mynd – olfus.is

Næstkomandi sunnudag, sem er fyrsti sunnudagur í aðventu, verða ljósin tendruð á jólatrénum við ráðhúsið í Þorlákshöfn.

Dagskráin á ráðhústorginu hefst klukkan 18:00 og verður hún með hefðbundnu sniði þar sem Lúðrasveit Þorlákshafnar spilar jólalög, kórar Grunnskóla Þorlákshafnar syngja með lúðrasveitinni nokkur lög og Stefán Jónsson, forseti Kiwanisklúbbsins flytur stutt erindi.

Eftir að ljósin hafa verið tendruð munu jólasveinarnir mæta á svæðið og ganga með börnum og fullorðnum í kringum jólatréð.