Þór mætir taplausum KR-ingum

thor_skallagrimur-8Í kvöld leggja Þórsarar leið sína í Vesturbæ Reykjavíkur og mæta þar KR í DHL höllinni. Leikurinn hefst eins og vanalega klukkan 19:15.

KR hafa ekki tapað leik í vetur og eru með feikna sterkt lið þar sem Darri Hilmarsson er ein aðalsprauta liðsins. Hann spilaði einmitt síðustu tvö tímabil með Þórsurum en skrifaði undir hjá sínu gamla félagi nú í haust.

Þórsarar eru á góðu skriði þessa dagana eftir mjög sannfærandi sigur á Skallagrím á mánudag. Vonandi að þeir haldi áfram á sömu braut og verði fyrstir til að leggja toppliðið af velli í kvöld.