Elsta stig leikskólans ekki áfram í grunnskólanum

bergheimar01Samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar Ölfuss á dögunum að elsta stig leikskólans Bergheima verði ekki lengur í byggingu grunnskólans eftir yfirstandandi skólaár.

Elsta stigið hefur haft aðsetur í Grunnskóla Þorlákshafnar frá árinu 2008. Markmiðið var að auka samfellu, samstarf og samskipti milli skólastiganna bæði hjá nemendum og kennurum.

Mjög skiptar skoðanir hafa verið á því að hafa elsta árgang leiksólans í grunnskólanum hjá bæði foreldrum og starfsfólki. Vegna þess að ekki hefur ríkt full sátt með þetta mál hefur bæjarstjórn tekið ákvörðum um að færa elsta stigið aftur yfir í leikskólann á næsta skólaári 2014-2015.

Einnig var samþykkt að aldursinntökuviðmið verða færð úr 24 mánaða aldri niður í 18 mánaða í upphafi skólaárs 2015-2016. Það er gert til að koma til móts við þarfir barna og fjölskyldna þeirra.