Írena og Katrín sigruðu söngvakeppni Svítunnar

írena-og-katrínFullt var útúr dyrum á söngvakeppni Svítunnar sem haldin var 11. desember síðastliðinn.

Tvö atriði tóku þátt í keppninni og voru þau bæði stórglæsileg. Fugladúettinn bar þó sigur úr býtum en hann skipa þær Írena Björk Gestsdóttir og Katrín Stefánsdóttir.

Stúlkurnar munu svo taka þátt fyrir hönd Svítunnar í undankeppni söngvakeppni Samfés á Suðurlandi, sem haldin verður föstudaginn 17. janúar á Flúðum.