Skötuveisla á Svarta sauðnum

skata01Í dag, Þorláksmessu, verður skötuveisla á veitingastaðnum Svarta sauðnum í Þorlákshöfn.

Á boðstólnum verður ilmandi skata en einnig verður í boði saltfiskur, plokkfiskur og rúgbrauð.

Skötuveislan stendur frá 11:30-14:00 og hægt er að panta borð í síma 483 3320.