Í dag fór fram kjör á íþróttamanni Ölfuss fyrir árið 2013 í Versölum. Samankomnir voru þeir íþróttamenn sem skarað höfðu fram úr í sinni grein á árinu og voru tilnefndir í valinu um íþróttamann Ölfuss.
Styrmir Dan Steinunnarson, frjálsíþróttamaður í Þór, hlaut titillinn að þessu sinni en hann hefur staðið sig frábærlega á þessu ári. Styrmir vann fjölda íslands- og bikarmeistaratitla en hápunktur hans á árinu er íslandsmet unglinga í hástökki þar sem hann stökk 1.90 m. og bætti þar með 28 ára gamalt íslandsmet. Hér fylgir umsögnin um Styrmi Dan.
Styrmir Dan er einn efnilegasti frjálsíþróttamaður á Íslandi. Hann hefur náð frábærum árangri á árinu. vann sjö íslandsmeistaratitla á árinu og einn bikarmeistaratitil. Einnig setti hann 2 íslandsmet í þrístökki og hástökki. Íslansmetið í hástökki var 1.90m og telst það eitt af stóru afrekunum á árinu í frjálsum íþróttum. Hann hefur æft mjög vel og tekið miklum framförum. Hann býr yfir þeim hæfileikum að vera fljótur að ná tækni sem skilar sér í meiri hraðari framförum. Hann hefur skýr markmið, veit hvað hann vill og hvert hann stefnir.
Eftirtaldir íþróttamenn voru í kjöri til íþróttamanns Ölfuss 2013
- Akstursíþróttamaður Þórs: Þorsteinn Helgi Sigurðarson
- Badmintonmaður Þórs: Axel Örn Sæmundsson
- Fimleikamaður Þórs: Kolbrún Olga Reynisdóttir
- Frjálsíþróttamaður Þórs: Styrmir Dan Steinunnarson
- Hestaíþróttamaður Háfeta: Katrín Stefánsdóttir
- Hestaíþróttamaður Ljúfs: Arnar Sigurðsson
- Knattspyrnumaður Ægis: Arnar Logi Sveinsson
- Kylfingur GÞ: Ingvar Jónsson
- Körfuknattleiksmaður Þórs: Þorsteinn Már Ragnarsson
Hér má sjá myndir frá Jóhönnu Margréti af íþróttamönnunum frá því í dag. Mynd vantar af Ingvari Jónssyni en hann var fjarverandi.
[nggallery id=17]