Guðmundur Karl með mark 14. umferðar Pepsi-deildarinnar – myndband

gummi01Þorlákshafnarbúinn Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði flottasta mark 14. umferðar Pepsi-deildar karla að mati sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 sport.

Guðmundur, sem leikur með Fjölni, skoraði glæsilegt mark og átti síðan stoðsendingu í seinna marki Fjölnis þegar liðið vann KR 2-1 í Grafarvogi í gærkvöldi.

Mark Guðmundar kom á 5. mínútu leiksins. Hann fékk sendingu úr innkasti á vítateigshorninu þar sem hann snéri af sér varnarmenn KR og þrumaði síðan boltanum í samskeytin af yfirvegun.

Eftir leikinn í gærkvöldi eru Fjölnismenn á góðu róli og sitja í 5. sæti deildarinnar.

Uppfært kl. 11:15: Myndband af marki Guðmundar er komið á netið og má sjá það hér fyrir neðan.