Drangar á útvarpsstöðinni KEXP


drangar01

Jónas Sigurðsson og félagar í hljómsveitinni Drangar hafa verið að gera góða hluti undanfarið. Hljómsveitin ferðaðist um landið fyrir áramót og kynnti frumraun sýna sem þótti meðal plötum ársins 2013 hjá gagnrýnendum. Hljómsveitin spilaði í Þorlákshöfn 17. nóvember og þóttu tónleikarnir takast með eindæmum vel.

Bandaríska útvarpsstöðin KEXP frá Seatle tók upp tónleika Dranga í upptökuveri Sigur Rósar, Sundlauginni, um Airwaves helgina í byrjun nóvember síðastliðinn. Drangar voru duglegir að spila um Airwaves helgina en hér að ofan má sjá upptökur KEXP frá því í nóvember.