Þórsarar í undanúrslit í fyrsta sinn

baldur-1
Baldur Þór Ragnarsson, fyrirliði Þórs.

Í gær komust Þórsarar í undanúrslit í bikarkeppni karla í körfubolta eftir að hafa lagt Hauka af velli 73-68. Um sögulegan atburð er að ræða fyrir körfuknattleiksdeild Þórs þar sem liðið hefur aldrei áður komist í undanúrslit í bikarkeppninni áður.

Baldur Þór, fyrirliði Þórs, átti flottan leik í gær og er að vonum mjög sáttur með stöðuna. „Það er mjög góð tilfinning að komast áfram og manni langar bara alla leið. Ég var mjög sáttur með vörnina hjá okkur í gær og vona ég að hún haldist svona og verði bara enn harðari þegar líður á mót,“ segir Baldur í samtali við Hafnarfréttir.

Stigaskor Þórs gegn Haukum. Nemanja Sovic 21/9 fráköst, Mike Cook Jr. 14/5 stoðsendingar, Baldur Þór Ragnarsson 11, Tómas Heiðar Tómasson 11/7 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 7/11 fráköst, Emil Karel Einarsson 5, Þorsteinn Már Ragnarsson 4/6 fráköst

Þór, Tindastóll og Grindavík eru komin í undanúrslit og í kvöld ræðst hvort það verði ÍR eða Keflavík B sem kemst áfram.