Ægismenn í undanúrslit

Þorkell Þráinsson fyrirliði Ægis. Mynd: sunnlenska.is / GK

Ægismenn gerðu í kvöld 2-2 jafntefli gegn Ými í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum 4. deildar karla í fótbolta þegar liðin mættust á Þorlákshafnarvelli.

Þar með eru Ægismenn komnir í undanúrslit þar sem þeir unnu fyrri leikinn 0-2 síðastliðinn föstudag á heimavelli Ýmis.

Undanúrslitin hefjast síðan á laugardaginn næsta, 7. september klukkan 12.