Haukar heimsækja Þór í 8 liða úrslitum bikarsins

thor_skallagrimur-11Í kvöld fer fram 8 liða úrslit bikarkeppninnar í körfu þegar Haukar heimsækja Þórsara í Icelandic Glacial höllinni.

Haukar fóru illa með Þór í deildinni fyrir jól og ætla heimamenn sér væntanlega ekki að endurtaka þann leik.

Það lið sem fer með sigur í kvöld er komið í undanúrslit bikarsins. Grindavík og Tindastóll eru nú þegar komin í undanúrslit og á morgun kemur í ljós hvort ÍR eða Keflavík B fari áfram.

Það verður því mikið í húfi í höfninni í kvöld og skiptir stuðningurinn miklu máli en leikurinn hefst klukkan 19:15.