Digiqole ad

Þórsarar með auðveldan sigur gegn Hetti

 Þórsarar með auðveldan sigur gegn Hetti

thor-5Þórsarar mættu Hetti frá Egilsstöðum í gærkvöldi í Icelandic Glacial Höllinni. Þórsurum hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu hingað til og var sama uppá teningnum í gær.

Leikurinn byrjaði glæsilega fyrir heimamenn en Þórsarar komust í 10-0 áður en Hattarmenn skoruðu sín fyrstu stig. Höttur komst inní leikinn hratt og var fyrsti leikhluti mjög jafn og skiptust liðin á að skora. Svo í 2. leikhluta stungu Þórsarar af og náðu góðri forystu sem þeir héldu út allan leikinn.

Staðan í hálfleik var 52-27 fyrir Þórsara. Seinni hálfleikur spilaðist alveg eins og 2. leikhluti fyrir Þórsara en þeir héldu áfram að stinga af. Lokatölur voru 97-65 Þórsurum í vil.

Ragnar Örn Bragason átti stórleik og hlóð í 27 stig. Ragnar átti glæsilegan 4.leikhluta en hann henti 3 þristum niður í röð áður en hann fékk svo sína 5. villu og fékk sér sæti á bekknum sjóðheitur. Aðrir sem skoruðu voru: Davíð Arnar Ágústsson 14, Tobin Carberry 13, Maciej Baginski 11, Ólafur Helgi Jónsson 9, Halldór Garðar Hermannsson 9, Grétar Ingi Erlendsson 6, Þorsteinn Már Ragnarsson 3, Emil Karel Einarsson 2, Jón Jökull Þráinsson 2, Erlendur Ágúst Stefánsson 1.

Áfram Þór!
AÖS