Digiqole ad

Bændaglíma GÞ 2016

 Bændaglíma GÞ 2016

bændaglíma20Bændaglíma Golfklúbbs Þorlákshafnar verður haldin laugardaginn 24. september nk. Ræst verður út á öllum teigum kl 12:00 en mæting er kl 11:30.

Spilaðar verða 18 holur, fyrri 9 holurnar verður leikinn verður Texas Scramble holukeppni án forgjafar og í seinni leiknum verður fjórmenningur holukeppni. Það verður raðað í hvern leik af mótsstjórn. Ef kylfingar hafa einhverjar óskir um spilafélaga skal tala við mótsstjórn.

Skipt verður í tvö lið, Bláa liðið og Rauða liðið. Bóndi Bláa liðsins verður Gunnar Halldórsson og Bóndi rauða liðsins verður Hannes Gunnarsson.

Keppendur eru beðnir um að skrá sig sem fyrst á golf.is eða senda email á skari1010@gmail.com, mótsgjald er 2.500 kr.
Sérstök verðlaun verða veitt fyrir besta hattinn og verða nándarverðlaun á 9. og 12. braut

Innifalið í mótsgjaldinu eru léttar veitingar í mótslok.

Það eru allir velkomnir að taka þátt, byrjendur sem lengra komnir. eins undanfarin ár verða ýmsar þrautir lagðar fyrir kylfinga á vellinum.