Lækkun á árgjöldum hjá GÞ

golfvöllur2Aðalfundur Golfklúbbs Þorlákshafnar var haldinn þriðjudaginn 21. janúar síðastliðinn. Guðmundur K. Baldursson formaður GÞ fór yfir skýrslu stjórnar og ársreikning klúbbsins. Mikil ánægja var með skýrsluna og reikninginn þó hann hafi verið fjórtán þúsund krónum öfugu megin við núllið.

Engar breytingar urðu á stjórn klúbbsins en ákveðið var að lækka árgjöld klúbbsins frá síðasta ári. Ársgjald fullorðinna er því þrjú þúsund krónum ódýrara en áður en verðskrána má sjá í heild hér að neðan.

Stjórnin ákvað að verðlauna Ástu Júlíu Jónsdóttur með heiðursviðurkenningu GÞ ársins 2013. Ásta Júlía hefur unnið gott sjálfboðastarf í þágu kvennamála við Golfklúbb Þorlákshafnar og er virkur meðlimur í öllu starfi klúbbsins.

Edwin Roald Rögnvaldsson lokaði svo fundinum með því að fara yfir framtíðarhugmyndir Þorláksvallar. Mikil ánægja var með erindi hans og nokkur umræða skapaðist í kjölfarið. Edwin, ásamt stjórn klúbbsins, mun á næstu vikum vinna áætlun um þessar breytingar.

Árgjöld GÞ 2014

  • Fullt gjald: 46.000 kr. (áður 49.000)
  • Makar og 67 ára og eldri: 23.000 kr. (áður 24.500)
  • Unglingar 20 – 22 ára: 23.000 kr. (áður 24.500)
  • Byrjendur 1. ár: 21.000 kr. (áður 23.000)
  • Byrjendur 2. ár: 25.000 kr. (áður 27.000)
  • Yngri en 20 ára: Frítt í klúbbinn