thor_skallagrimur-10Í kvöld fer fram leikur í Dominos deildinni í körfubolta þegar Þórsarar taka á móti liði Vals. Leikurinn fer fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn og hefst hann klukkan 19:15.

Eins og við höfum greint frá þá verða Baldur og Cook ekki með í liði Þórs í kvöld vegna leikbanns sem þeir hlutu eftir Keflavíkur leikinn um síðustu helgi. Aðrir leikmenn liðsins þurfa því að stíga upp og taka meiri ábyrgð í þessum leik.

Við hvetjum Þorlákshafnarbúa til að fjölmenna á völlinn.