Kynningarfundur um ljósleiðara í Básnum

Frá Selvogi. Mynd: Tripadvisor.com
Frá Selvogi. Mynd: Tripadvisor.com

Kynningarfundur um lagningu ljósleiðara í dreifbýli Ölfuss verður haldinn í Básnum, Efstalandi, í kvöld kl. 20. Fundurinn er eingöngu ætlaður íbúum dreifbýlisins en fundur fyrir íbúa Þorlákshafnar verður auglýstur síðar.

Sveitarfélagið Ölfus og Gagnaveita Reykjavíkur gerðu nýlega með sér samning um langningu ljósleiðara í Ölfusi en fyrirhugað er að leggja hann í dreifbýli Ölfuss ef næg þáttaka næst.