Páskabingó fimleikadeildarinnar í sal grunnskólans

paskabingo01Fimleikadeild Þórs stendur fyrir árlegu páskabingói sem haldið verður annað kvöld, fimmtudag, í sal Grunnskólans í Þorlákshöfn.

Bingóið hefst klukkan 20:00 og verða stórglæsilegir vinningar að vanda. Eitt spjald verður á 500 krónur, tvö á 800 og fjögur spjöld kosta 1.500. Fyrir þá sem vilja narta í gotterí, þá verður sjoppa á staðnum.