Sigur og tap fyrir norðan

Keli
Þorkell skoraði eitt mark um helgina

Ægismenn spiluðu tvo leiki á Akureyri um helgina í lengjubikarnum. Fyrri leikurinn var á föstudagskvöldið gegn Magna frá Grenivík, en lokatölur voru 2-3. Mörk Ægis skoruðu Ágúst Freyr Hallsson, í sínum fyrsta leik fyrir félagið og Daníel Rögnvaldsson. Miðjumaðurinn knái, Liam Killa fékk að líta rauða spjaldið á 44.mínútu og var því ekki með í síðari leiknum.

Strákarnir mættu svo liði KF frá Fjallabyggð á laugardaginn og fóru með sigur á hólmi 2-1. Það leit ekki vel út í byrjun þar sem KF skoruðu um miðjan fyrri hálfleik og svo fékk Róbert Rúnar Jack, rautt spjald fyrir Ægir rétt fyrir hálfleik.

Strákarnir gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk  undir lok leiks og náðu að knýja fram sigur 2-1.

Það var Þorkell Þráinsson sem jafnaði metin fyrir Ægir og svo skoraði Daníel Rögnvaldsson sigurmarkið.

Eftir leikina fyrir norðan eru strákarnir með 6 stig eftir 4 leiki í lengjubikarnum og síðasti leikur riðilsins er næstu helgi er strákarnir mæta Dalvík/Reyni á Leiknisvelli.