Óskað eftir tilnefningum til listaverðlauna Ölfuss

dólusMenningarnefnd Ölfuss auglýsir eftir tilnefningum til listaverðlauna Sveitarfélagsins Ölfuss. Nefndin mun nú á hverju ári veita viðurkenningu á sviði menningar og lista. Til skiptis eru veitt menningarverðlaun og listaverðlaun, en hin síðarnefndu verða veitt í fyrsta skipti á þessu ári.

Óskað er eftir tilnefningum til verðlaunanna. Hægt er að tilnefna einstakling eða hóp sem starfað hefur saman á listasviðinu. Tilnefningar skulu rökstuddar og þeim fylgja upplýsingar um viðkomandi listamann eða hóp listamanna.  Nafn þess sem tilnefnir þarf að fylgja, svo hægt sé að nálgast nánari upplýsingar sé þess þörf.

Tilnefningar sendist til menningarfulltrúa á Bæjarbókasafn Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, eða á netfangiðbarbara@olfus.is fyrir 30. apríl 2014.