Sumarkaffi Ægis á sínum stað

chocolate-fudge-cakeÁ morgun, sumardaginn fyrsta, mun unglingaráð Knattspyrnufélagsins Ægis vera með sitt árlega sumarkaffi í Ráðhúsi Ölfuss.

Allskyns kræsingar verða á boðstólnum en það eru Ægisforeldrar sem sjá um að galdra fram matinn.

Sumarkaffið verður opið frá klukkan 14-17 og rennur allur ágóði til iðkenda vegna kostnaðar við knattspyrnumótin í sumar.

  • Fullorðnir:  1.500 kr.
  • 14 – 17 ára:  1.000 kr.
  • 7 – 13 ára:  500 kr.
  • 6 ára og yngri:  Frítt