Ungmennaráð Ölfus á ráðstefnu UMFÍ á Ísafirði

radstefna_umfiDagana 9. til 11. apríl fór hluti af ungmennaráði sveitarfélagsins á árlega ráðstefnu UMFÍ sem ber heitið Ungt fólk og lýðræði en í ár var hún haldin á Ísafirði. Á þingið mættu um 70 ungmenni af öllu landinu með það að markmiði að öðlast þekkingu til að geta eflt sitt eigið ungmennaráð.

Að þessu sinni var fjallað um stjórnsýsluna og áhrif ungs fólks á hana. Var það vel við hæfi í ljósi þess að framundan eru sveitastjórnarkosningar, þar sem mótuð er stefna næstu ára. Fyrir hönd Ungmennaráðs Ölfuss fóru Sara Lind Traustadóttir, Sesselía Dan Róbertsdóttir og Sunna Ýr Sturludóttir ásamt starfsmanni ráðsins Vali Rafni Halldórssyni.

Var ráðstefnan mjög gagnleg og mun þessi þekking sem fulltrúar ungmennaráðs öðluðust á þinginu án efa verða til að efla Ungmennaráð Ölfuss.